JE vélaverkstæði og Siglufjarðar Seigur

JE vélaverkstæði og Siglufjarðar Seigur JE Vélaverkstæði ehf á Siglufirði er rótgróið fyrirtæki stofnað á áttunda áratugnum. Árið 2001 kaupa 6

Fréttir

JE vélaverkstæði og Siglufjarðar Seigur

JE-vélaverkstæði Gránugötu 13 Siglufirði
JE-vélaverkstæði Gránugötu 13 Siglufirði

JE Vélaverkstæði ehf á Siglufirði er rótgróið fyrirtæki stofnað á áttunda áratugnum. Árið 2001 kaupa 6 starfsmenn ásamt  Guðna Sigtryggssyni og  Gunnari Júlíussyni fyrirtækið og halda áfram að reka það með sama nafni. Gunnar og Guðni eiga tveir fyrirtækið í dag.








JE-vélaverkstæði



Guðbrandur Gústafsson rennismiður



Renniverkstæði



Vélar og tæki á verkstæðinu



Séð inn á verkstæði, nýr vals ofl.



Smíði á glasarekkum fyrir Rauðku.



Sverrir Júlíusson að smíða stiga fyrir Skeiðfossvirkjun, og í bakgrunni er flottrollsvinda úr Múlabergi SI.



Salmann að smíða skapalón fyrir bátasmíðina.



Siglufjarðar Seigur húsnæði.

Erfitt er að fjalla um JE vélaverkstæði án þess að nefna starfsemi bátasmiðjunnar allavega ekki í seinni tíð þar sem starfsemi fyrirtækjanna flettast saman að verulegu leiti.


Árið 2005 stofnuðu JE og Seigla fyrirtækið Siglufjarðar Seig, um smíði á plastbátum, Fjallabyggð lagði einnig til 4% hlutafé. Fyrirtækið var stofnað í þeim tilgangi að byggja fiskibáta úr trefjaplasti fyrir innlendan og erlendan markað. Fyrir hafði JE verkstæðið keypt a.m.k átta bátsskrokka og fullklárað og komu þar að aðrir iðnaðarmenn líka.
Eftir að Siglufjarðar Seigur var stofnaður voru skipsskrokkarnir steyptir frá grunni hjá fyrirtækinu og bátarnir fullgerðir að öllu leyti. Notuð er svokölluð vacum aðferð við steypun á skrokkum sem gerir þá bæði sterkari og léttari.
Fyrirtækið hefur afhent 10 báta frá byrjun þar af hafa 4 farið til Noregs en hinir á innalandsmarkað.  4 bátar eru núna í smíðum og eru 3 af þeim seldir.




Guðni framkvæmdartjóri að ræða við útgerðarmanninn og skipstjórann Sævar Guðjónsson.



Viðgerðir á plastbátum og málun.



Nýsmíði fyrir sjóstöng.



Sami bátur.



Viðhald á plastbátum.



Nýr 15 tonna skrokkur til handa nærsta kaupanda.

Framleiðsla þessi er í nánu samstarfi við JE vélaverkstæði ehf.  Öll rafmagnsvinna er á höndum Raffó ehf. Þannig er samankomið einvala lið til að annast framkvæmdir sem þessar. Það er samdóma álit þeirra sem keypt hafa bát af fyrirtækinu svo og úttektar- og skoðunarmanna allra, að gæði og frágangur allur sé með því besta sem gerist.

Stígandi hefur veriðí framleiðslu fyrirtækisins og vonandi mun svo áfram verða. Það er markmið fyrirtækisins að smíða báta sem eru samkeppnishæfir í verði og gæðum á við það sem best gerist, bæði innanlands og utan, og tryggja viðskiptavinum sínum þjónustu sem uppfyllir þarfir þeirra og óskir eins og best er á kosið.

Að baki hverjum bát liggja u.þ.b 4300 vinnustundir. Það er þó auðvitað mismunandi eftir því hvernig menn vilja hafa bátana. 30% af þessari vinnu fer fram hjá JE vélaverkstæði, en inni í þessari tölu er um 350 stunda vinna rafvirkja.





Framhluti á 15 tonna skrokk sem býður eftir kaupanda.



Unnið í steypuskála, Stefán, Iulian Lucaci, Viggó.

Einnig hafa á sama tíma verið endurbyggðir að verulegu leiti a.m.k 10 bátar. Hjá fyrirtækinu vinna nú fjórir sérþjálfaðir starfsmenn sem sótt hafa námskeið og hlotið mikla þjálfun í meðferð og vinnslu plastefna.
Mjög góð reynsla hafi verið af þeim bátum sem þegar hafi verið afhentir.



Hluti af starfsmönnum JE og Siglufjarðar Seigur. Salmann, Viggó, Þorsteinn, Guðbrandur, Svala, Sverrir, Stefán, Iulian.

Starfsmenn eru 8 talsins. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina annast alla almenna málm- og vélsmíði sem falla til og er þar helst að nefna viðgerðir á skipum og bátum af öllum stærðum og gerðum, ásamt smíði á stálgrindum fyrir hús niður í glasarekka fyrir bari, einnig hefur verið töluvert fyrir fiskiðnaðinn ss kör og færibönd sem sagt nánast allur pakkinn sem rúmast inn í þessum geira.  Um 60% af verkefnum vélaverkstæðisins er fyrir viðskiptavini utan Fjallabyggðar.



Sævar Guðjónsson skipstjóri.



Afmælisbarnið og framkvæmdarstjórinn Guðni, að skera sér tertusneið.



Sævar að færa Guðna afmælisgjöf.

Árið 2007 fékk  JE vélaverkstæði Hvatningarverðlaun SSNV. 

Ljósm. GJS.























Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst