Jeppinn Kalli

Jeppinn Kalli Nú á dögunum var jeppinn Kalli, F 103, fluttur úr gamla bílskúrnum sínum við Hvanneyrarbraut 40. Þetta er Willis af árgerð 1946  og var um

Fréttir

Jeppinn Kalli

Gunnar Júlíusson
Gunnar Júlíusson

Nú á dögunum var jeppinn Kalli, F 103, fluttur úr gamla bílskúrnum sínum við Hvanneyrarbraut 40. Þetta er Willis af árgerð 1946  og var um áratugi í eigu Karls Sturlaugssonar trésmiðs og sona hans Hjartar og Guðlaugs.

Nýr áfangastaður var vélaverkstæði Gunnars Júlíussonar þar sem gera á jeppann upp á næstu misserum. Fyrsta myndin sýnir Gunna Júl skella fyrsta vatnsstrolanum á undirvagninn. Næst er mynd af Sveini Hjartarsyni, Guðlaugi Karlssyni og dóttur hans Guðrúnu - en jeppinn Kalli er einmitt í eigu þeirra og fleiri afkomenda Karls Sturlaugssonar.

Aðrar myndir eru frá flutningnum og þar má greina nokkra úr viðgerðarteyminu sem myndað hefur verið kringum Kalla, Andrés Magnússon, Guðna Sveinsson og Ragnar Aðalsteinsson auk Gunna Júl. Lokaáfangastaður Kalla gamla verður svo væntanlega Síldarminjasafnið, þar sem ráðgert er að hann verði til daglegrar notkunar.



Sveinn, Guðlaugur og Guðrún











Texti: ÖK

Myndir: Sveinn Hjartarsson og Björn Valdimarsson


Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst