Jói Ott á ferð og flugi (og Biddý fékk að koma með).
sksiglo.is | Almennt | 29.04.2013 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 806 | Athugasemdir ( )
Jói Ott bað mig endilega að setja nokkrar myndir af sér inn á vefinn. Jói er alveg magnaður náungi sem fær mig og miklu fleiri alltaf til að brosa (eiginlega gerum við ekkert annað en að hlæja þegar við hittumst).Hann sagði að hann vildi helst hafa þetta í svona myndasögustíl og alveg fullt af myndum og allavega 2 þannig að það væri eins og hann væri módel fyrir ullarpeysuframleiðslu.Þannig að nú er ekkert annað að gera en að njóta myndanna af Jóa og Biddý og dást að þeim.Ein modelmynd svona sagði hann.Jói að panta kaffibolla.Svona vildi hann hafa eina modelmynd. "Þessi gæti bæði verið á auglýsingabæklingfyrir posa og svo líka ullarpeysur". sagði hannÞetta var svona næstum því eðlilegasta myndin sem ég náði af honum.Jói yfir sig ánægður.Þarna sagði Biddý " Þið eruð ekki í lagi" . Við skildum bara ekkert hvað hún meinti með því.
Athugasemdir