Jólaball Kiwanisklúbbsins Skjaldar
sksiglo.is | Almennt | 27.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 475 | Athugasemdir ( )
Jólaball Kiwanisklúbbsins Skjaldar
Kiwanisklúbburinn Skjöldur bauð upp á jólaball 26. desember í
Allanum.
Mikill fjöldi barna og fullorðinna komu á jólaballið og að
sjálfsögðu kíktu jólasveinarnir við til þess að syngja og dansa í kring um jólatréð með börnunum, já og
fullorðnum að sjálfsögðu líka.
Einhverjir sem komnir voru yfir fermingu og gott betur náðu að sníkja út
nammi af jólasveinunum og það var í góðu lagi því nóg var af gotteríinu.
Glæsilegt jólaball hjá Kiwanisklúbbnum og allir voru
hæstánægðir með ballið.







Svo örstutt myndband af jólastuðinu hér fyrir
neðan.
Athugasemdir