Jólalag úr Fjallabyggð

Jólalag úr Fjallabyggð Nýtt jólalag hljómaði í fyrsta skipti opinberlega í gær, sunnudaginn 8. desember Ég sá þetta nýja jólalag á netinu í gærkvöldi og

Fréttir

Jólalag úr Fjallabyggð

Nýtt jólalag hljómaði í fyrsta skipti opinberlega í gær, sunnudaginn 8. desember

Ég sá þetta nýja jólalag á netinu í gærkvöldi og ákvað að senda Evanger sjálfum smá línu til þess að forvitnast um lagið. Það stóð ekki á svari hjá Evanger og hér fyrir neðan eru upplýsingarnar sem hann sendi mér.

Jólalagið heitir "Jólin eru ég og þú" og er lagið eftir Magnús Ólafsson og textinn er eftir Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur. Magnús og Guðrún eru bæði frá Ólafsfirði.

Daníel Pétur Daníelsson sem er Evanger sjálfur syngur lagið en foreldrar Daníels eru Þorleif Alexandersdóttir og Daníel Baldursson betur þekkt sem Danni Bald og Tóta.

Það er ekki amalegt að fá glænýtt jólalag beint úr Fjallabyggð.


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst