Jólamarkaður Rauðku

Jólamarkaður Rauðku Jólamarkaður Rauðku var síðasta laugardag. Mikið af fólki kom við og skoðaði fallegt handverk sem var til sýnis og sölu og örugglega

Fréttir

Jólamarkaður Rauðku

Jólamarkaður Rauðku var síðasta laugardag.

 
Mikið af fólki kom við og skoðaði fallegt handverk sem var til sýnis og sölu og örugglega var mikið verslað.
 
Allavega heyrði ég á einhverjum að þeir hafi klárað jólagjafainnkaupin á markaðnum.
 
Ég fylgdist aðeins með Hálfdáni og Ástu apótekara svona úr örlítilli fjarlægð.
 
Hálfdán svoleiðis sveif í kring um hana Ástu sína. Svo um leið og hún sýndi einhverju fallegu handverki vott af áhuga fálmaði hann eftir veskinu sínu, fann pening og rétti fram eins og sönnum herramanni sæmir.
 
Það ættu allir sem standa í svona jólagjafainnkaupum að eiga einn Hálfdán.
 
jólamarkaðurAbbý var með allskonar fallegt handverk til sýnis og sölu
 
jólamarkaðurTóta með húfu sem hún prjónaði.
 
jólamarkaðurBidda gerði líklega kjarakaup á jólamarkaðinum.
 
jólamarkaðurHólmfríður var með eitt og annað fallegt til sölu.
 
jólamarkaðurNefeli og Lefteris með alls konar eyrnalokka, barm-merki, lykklakyppur og skraut.
 
jólamarkaðurHér eru svo Hálfdán og Ásta. Takið eftir því hvað Ásta er niðursokkin í hvað er virkilega gott í þessum bangsa og þá strax er Hálfdán kominn með peninginn í hendurnar.
 
jólamarkaðurGleðisvipurinn leynir sér ekki hjá Ástu þegar hún sér að Hálfdán er búin að draga veskið upp.
 
jólamarkaðurSvo borgar hann sæll og glaður og Ásta horfir dolfallinn á herramanninn sinn. Svona á þetta að vera víst segja þau bæði.
 
jólamarkaðurÞessar tvær voru í sannkölluðu jólaskapi.
 
jólamarkaðurErla Helga sá um að allt fær vel fram.
 

Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst