Jólamarkaður Rauðku
sksiglo.is | Almennt | 25.11.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 672 | Athugasemdir ( )
Jólamarkaður Rauðku var síðasta laugardag.
Mikið af fólki kom við og skoðaði fallegt handverk sem var til sýnis og
sölu og örugglega var mikið verslað.
Allavega heyrði ég á einhverjum að þeir hafi klárað
jólagjafainnkaupin á markaðnum.
Ég fylgdist aðeins með Hálfdáni og Ástu apótekara svona
úr örlítilli fjarlægð.
Hálfdán svoleiðis sveif í kring um hana Ástu sína. Svo um leið
og hún sýndi einhverju fallegu handverki vott af áhuga fálmaði hann eftir veskinu sínu, fann pening og rétti fram eins og sönnum herramanni
sæmir.
Það ættu allir sem standa í svona jólagjafainnkaupum að eiga einn
Hálfdán.










Athugasemdir