Jólamarkaðurinn á laugardag
Það hefur ávalt verið fjölskrúðugt og skemmtilegt um að litast á hinum árlega Jólamarkaði Rauðku. Þar koma saman hinir ýmsu listamenn og safnarar, ungir sem aldnir. Sumir hreinsa til í skápum sínum meðan aðrir selja sína eigin hönnun eða framleiðslu.
Næstkomandi laugardag, 23. nóvember, verður Jólamarkaðurinn opinn milli klukkan 13-17 en undanfarin ár afa gestir og gangandi notið þeirra fjölskrúðugu og skemmtilegu vara sem í boði eru á þessum lifandi markaði. Á Rauðku getur fólk stungið sér inn og yljað sér yfir heitu kakói og jólaköku á sérstöku tilboði.
Að sögn Erlu Helgu, sérlegum Jólamarkaðsstjóra, eru enn nokkur borð laus fyrir þá sem áhuga hafa á að koma vörum sínum á framfæri en áhugasamir geta haft samband við hana í síma 467-1550 eða á erlahelga@raudka.is
Athugasemdir