Jólaskrautið í SR
Á þvæling mínum í SR rak ég augun í drekkhlaðið borð af jólaskrauti sem þeir félagar voru nýlega búnir að taka uppúr kössum. Höfðum við frúin leitað að jólaseríum um land allt sem mundu henta okkur og blasti nú rétti kassinn fyrir okkur heima á Sigló.
Maggi var svo góður að stilla sér upp framan við jólaseríuhlaðborðið en nú er allt jólaskraut komið uppúr kössum hjá þeim. Þegar maður keyrir gegnum Sigló sér maður að nokkrir íbúar og fyrirtæki hafa þegar gert ferð sína til Magga og Ægis en þær eru farnar að gægjast út úr nokkrum gluggum bæjarbúa.
Athugasemdir