Jólaskreytingarnar á Fossveginum

Jólaskreytingarnar á Fossveginum Það var heldur betur stuð á Fossveginum síðustu helgi. Þar er hefð fyrir því að nokkrir íbúar við götuna taka sig

Fréttir

Jólaskreytingarnar á Fossveginum

Jólaskreytingarnar á Fossvegi
 

Það var heldur betur stuð á Fossveginum síðustu helgi.

Þar er hefð fyrir því að nokkrir íbúar við götuna taka sig saman og skreyta húsin sín í sameiningu.

Þegar ég var á ferðinni voru þau að mestu búin að skreyta og voru kominn inn í bílskúr til Halla Villa til að hlusta á mússik í Kenwood-inum og að sjálfsögðu fylgdi með hákarl og eitthvað álíka sterkt en bara í fljótandi formi. Það er bezt að ég taki það fram að Baldur Jörgen fékk sér bara hákarl og mikið af honum.

Þess má geta að Halli Villa er bróðir Bigga Villa og hvorugur þeirra heldur með Aston Villa sem er að mínu mati svolítið stílbrot.

Öll voru þau hæst ánægð með árangurinn og Agnar Sveinsson tilkynnti okkur það að hans hús bæri af í fegurð og stílhreinum skreytingum. Ekki voru alveg allir sammála því og Sveinn (Denni á Bás) hló svolítið mikið að því og var því alls ekki sammála eins og átti við flesta aðra sem voru þarna. Eiginlega hætti Denni ekki að hlæja restina af kvöldinu eftir þennan ágætis brandar hjá Agnari.

Þetta er glæsilegt og örugglega mjög skemmtilegt að hafa svona hverfis-skreytingar-dag. 

fossvegurSiggi, Aggi og Grétar Bragi.

fossvegurDenni og Bjarnveig.

fossvegurDenni og Bjarnveig að hlæja að Agga. Svona var Denni restina af kvöldinu eftir að Aggi var að grobba sig af bezt skreytta húsi bæjarins.

fossvegurBaldur Jörgen og Halli Villa.

fossvegurHalli að hækka í Kenwoodinum. Jólalögin ómuðu um hverfið.

fossvegurFrá vinstri. Siggi, Bjarnveig, Aggi, Denni, Grétar Bragi, Halli Villa, og Baldur Jörgen situr undir Birgittu.


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst