Jólin eru búin
sksiglo.is | Almennt | 16.01.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 489 | Athugasemdir ( )
Starfsmenn bæjarins voru að taka niður jólatréð sem stóð
á Ráðhústorginu síðastliðinn mánudag.
Þegar ég kom þarna að var Simmi Helga að stjórna krananum eins og
herforingi í sjóorustu og Nonni Geira og Ingi Vignir tíndu ljósin af trénu áður en það var tekið niður og líklega
verður því jarðstungið við hliðina á jólatrénu í Ólafsfirði.
Mér finnst eins og menn séu nýlega hættir að tala um hvað það
var ræfilslegt og allt ómögulegt við þetta grey. Mér fannst það nú samt bara alveg ágætt og þjónaði sínu
hlutverki bara nokkuð vel og það er ekki laust við að það fylgi því smá vottur af jólatrés-söknuði að ganga
framhjá Ráðhústorginu núna.
En svona annars er það að frétta að jólin eru búin í
Fjallabyggð þó ennþá séu eitt og eitt hús með jólaseríurnar hangandi í gluggum sem gefa þægilegan og
rómantískan bjarma (ég trúi því ekki að ég sé að skrifa þetta með rómantíkina og bjarmann, ég er
víst órómantískasti maður á jörðinni samkvæmt minni heittelskuðu (sem er þó séstaklega heittelskuð þegar
hún gerir kjötbollur í rauðri sósu handa mér og hefur svona "dash" af frönskum með)).
Svona er nú tíminn víst fljótur að líða (og ég er
ennþá að hugsa um það þegar ég skrifa þetta af hverju í ósköpunum ég hafi komið inn á rómantíkina
hérna fyrir ofan, ég er örugglega að verða veikur).
En það er næstum því bara korter í næstu jól með
nýju jólatré og hver veit, kannski verður næsta jólatré ennþá ræfilslegra.






Athugasemdir