Kakan var í ofninum
Það var í nógu að snúast þegar fréttamaður leit inn í Sparisjóðinn í morgun klukkan 9:30. Búið var að undirbúa borðið fyrir kökuna sem Óli og Maggi voru að öllum líkindum að baka á efri hæðinni þar sem aðrir starfsmenn höfðu nóg að gera í sínum venjulegu störfum.
Gríðarlega myndarlegt jólatré blasir við manni þegar maður gengur inn og greinilegt að starfsmenn sparisjóðsins hafa nef fyrir þeim flottu jólaskreytingum sem þar er búið að koma fyrir. Fréttamaður getur varla beðið eftir að koma við og smakka kökuna, flottan eftirrétt eftir skötuveislur dagsins.
Það er sko búið að sjá fyrir því að nóg sé til af kaffibollum á staðnum.
Sveinki fylgist vel með og athugar hvort allir séu ekki duglegir og þægir daginn fyrir jól.
Kakan rétt að skríða úr ofninum hjá Óla og Magga.
Þrátt fyrir að kakan væri ekki komin var Gulli búinn að sjá til þess að Hrólfur "nammikrækir" fengi eitthvað ef hann ræki inn nefið.
Athugasemdir