Karl Eskil ráðinn ritstjóri Vikudags
sksiglo.is | Almennt | 31.08.2012 | 18:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 369 | Athugasemdir ( )
„Þetta leggst vel í mig. Vikudagur er öflugt blað á Eyjafjarðarsvæðinu
og nýtur virðingar fyrir vandaðan fréttaflutning,“ segir Karl Eskil
Pálsson sem ráðinn hefur verið ritstjóri Vikudags. Hann sest í
ritstjórastólinn nú um mánaðamótin.
Hann er öllum hnútum kunnugur bæði í byggðum á Norðurlandi og sem fjölmiðlamaður, en hann starfaði í um tuttugu ár hjá Ríkisútvarpinu og síðustu árin sem sjálfstæður fjölmiðlamaður. „ Í mínum huga skiptir miklu máli hvernig ritstjórnarstefna blaðsins er, blaðið hefur að leiðarljósi að standa vörð um hagsmuni samfélagsins hér og miða umfjöllun sína um menn og málefni við það.
Einnig skiptir máli að stærsti eigandi blaðsins er KEA og félagsmenn þar að baki eru næstum tuttugu þúsund. Það má því segja að eigendahópur Vikudags sé mjög stór og ræturnar eru norðlenskar. Sú staðreynd vó þungt þegar mér var boðið þetta starf,“ segir Karl Eskil.
http://vikudagur.is/vikudagur/nordlenskar-frettir/2012/08/30/karl-eskil-radinn-ritstjori-vikudags
Texti: Vikudagur
Hann er öllum hnútum kunnugur bæði í byggðum á Norðurlandi og sem fjölmiðlamaður, en hann starfaði í um tuttugu ár hjá Ríkisútvarpinu og síðustu árin sem sjálfstæður fjölmiðlamaður. „ Í mínum huga skiptir miklu máli hvernig ritstjórnarstefna blaðsins er, blaðið hefur að leiðarljósi að standa vörð um hagsmuni samfélagsins hér og miða umfjöllun sína um menn og málefni við það.
Einnig skiptir máli að stærsti eigandi blaðsins er KEA og félagsmenn þar að baki eru næstum tuttugu þúsund. Það má því segja að eigendahópur Vikudags sé mjög stór og ræturnar eru norðlenskar. Sú staðreynd vó þungt þegar mér var boðið þetta starf,“ segir Karl Eskil.
http://vikudagur.is/vikudagur/nordlenskar-frettir/2012/08/30/karl-eskil-radinn-ritstjori-vikudags
Texti: Vikudagur
Athugasemdir