Karlakór Siglufjarðar var með tvenna tónleika
Stjórnendur kórsins voru Guðrún Ingimundardóttir og Elías Þorvaldsson. Dagskrá tónleikanna var tileinkuð sr. Bjarna Þorsteinssyni og Geirharði Valtýrssyni
Tónleikarnir byrjuðu á lögum sr. Bjarna Þorsteinssonar, tónskálds og sóknarprests á Siglufirði frá árinu 1888 til ársins 1936 eða í 48 ár. Hann lést árið 1938. Nú í ár eru 150 ára fæðingarafmæli hans.
Sr. Bjarni þjónaði í 3 kirkjum á Siglufirði, fyrstu tvö árin þjónaði hann í kirkju sem staðsett var á prestsetrinu, Hvanneyri, síðan, í 42 ár, í kirkju sem byggð var á Eyrinni árið 1890 og svo endaði honum ævin til að þjóna í 3 ár í þeirri kirkju sem nú stendur og byggð var árið 1932, en hann var helsti hvatamaður að byggingu hennar.
Þekktastur er Bjarni þó fyrir það mikla starf er hann vann við söfnun íslenskra þjóðlaga og útgáfu þeirra. Má segja með þeirri söfnun sinni hafi hann bjargað tónlistararfi þjóðarinnar. Þá er hann einnig þekktur fyrir hátíðasöng íslensku kirkjunnar og ýmis sönglög er hann samdi.
Gerhard Smith - Geirharður Valtýrsson, kom ásamt konu sinni Gísellu hingað til lands frá Lipzig í Austur Þýskalandi sumarið 1961. Hann er þá 32 ára gamall og hún 6 árum yngri. Gerhard hafði verið ráðinn sem tónlistarkennari við tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á Siglufirði. Óskar Garibaldason sem var verkalýðsleiðtogi á Siglufirði í áratugi og mikill áhugamaður um tónlistarkennslu mun hafa verið Sigursveini innan handar um ráðninguna.
Tónskólinn starfaði með blóma og sumir af nemendum Gerhards frá þessum tíma gerðu tónlistina af ævistarfi sínu. Má þar nefna Jón Sigurbjörnsson sem lengi var flautuleikari í Simpfoníuhljómsveit Íslands svo og Elías Þorvaldsson, fyrrnefndan söngstjóra okkar, sem verið hefur skólastjóri tónskólans á Siglufirði í áraraðir og primus motor í tónlistarlífinu.
Gerhard stjórnaði Lúðrasveit Siglufjarðar um margra ára skeið og Karlakórnum Vísi allt þar til hann hvarf aftur til Berlínar árið 1976. Gerhard útsetti mikið af lögum fyrir karlakórinn og innleiddi nýrra prógram fyrir karlakóra. þar sem hann útsetti dægurlög fyrir kór og hljómsveit og Bjarki Árnason samdi textana. Hann var frábær trompetleikari og oftar en ekki stjórnaði hann kórnum með annari hendinni og trompetnum með hinni.
Gerhard var fjölhæfur tónlistarmaður og spilaði t.d. með hinni vinsælu hljómsveit Gautum um árabil, sem bassaleikari. Hann var léttur og skemmtilegur og mikill húmoristi.
Kór og hjómsveit í Húsavíkurkirkju
Gestir á tónleikunum á Húsavík.
Gestir á tónleikunum á Húsavík
Karlakórinn og hljómsveit í Tjarnarborg.
Tónleikagestir.
Tónleikagestir.
Tónleikagestir.
Lokin á tónleikunum Guðrún og Elías að þakka fyrir.
Ljósm. GJS
Athugasemdir