Karlpeningur Fjallabyggðar
Innsent efni.
Karlaleikfimi - hefst 4. febrúar.
8 vikna námskeið fyrir karla á öllum aldri, í alls konar ástandi. Hress og skemmtileg leikfimi með áherslu á þol og styrk. Kennt verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00 – 20:00. Tímarnir fara fram í sal Barnaskólans á Siglufirði.
Kennari: Kristinn J. Reimarsson, íþróttafræðingur. Allar nánari upplýsingar og skráning á netfangið kreim@simnet.is
FRÍIR prufutímar. 28. og 30. janúar verða ókeypis prufutímar fyrir þá sem vilja
kanna málið. Skráning í þá tíma nauðsynleg.
Vakin er athygli á því að Lífshlaupið hefst 5. febrúar
og því tilvalið að skrá sig til leiks.
Athugasemdir