Katrín, Siglunes og Illugi

Katrín, Siglunes og Illugi Katrín Jakobsdóttir hefur látiđ af ráđherradómi eftir fjögurra ára setu í mennta- og menningarmálaráđuneytinu. Katrín á ćttir

Fréttir

Katrín, Siglunes og Illugi

Katrín Jakobsdóttir hefur látið af ráðherradómi eftir fjögurra ára setu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Katrín á ættir að rekja til Siglufjarðar og þeir Siglfirðingar sem heimsóttu Katrínu í ráðuneytið veittu því athygli að yfir skrifborði hennar hékk mynd af síldarskipinu Siglunesi SI þar sem það siglir inn Siglufjörð.
Aðspurð segist Katrin hafa fengið myndina frá föður sínum, Jakobi Ármannssyni, hann hafi lengi haft þessa mynd yfir skrifborðinu á vinnustað sínum. Eftir hans dag hafi myndin fylgt henni – og hangið við ráðherraborð hennar í fjögur ár. Ekki segist hún beinlínis vita af hverju faðir hennar hafði dálæti á myndinni en það sé ekki útilokað að afi hennar, Ármann Jakobsson lögfræðingur í útibúi Útvegsbankans á Siglufirði, hafi átt einhver ítök í útgerð skipsins fyrir hönd bankans. Skipið var í eigu hlutafélagsins Sigluness hf. Árin 1945- 1952. Svo skemmtilega vill til að skipstjóri á Siglunesi var Illugi Guðmundsson í Hafnarfirði, afi Illuga Gunnarssonar sem nú hefur tekið við af Katrínu og sest í stól menntamálaráðherra.
Þess má geta að Siglfirðingurinn Ólafur G. Einarsson var menntamálaráðherra 1991 til 1995 – hann vígði Róaldsbrakka sem safnhús og opnaði Síldarminjasafnið formlega 9. júlí 1994.
Um leið og Katrínu og Ólafi G. er þakkað fyrir gott samstarf eru Illuga færðar árnaðaróskir í nýju starfi.
-ök

(Frétt af heimasíðu Síldarminjasafnsins, www.sild.is)


Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst