Haustþing KSNV í Fjallabyggð
Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra (KSNV) og Skólastjórafélags Norðurlands vestra (SNV)var haldið í Fjallabyggð í gær, föstudag 30. september.
Kennarar við Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þá ákvörðun við stofnun nýs skóla að fylgja því sambandi frekar en að tengjast í austur þar sem þeim þótti þeir eiga meira sameiginlegt með nágrönnum sínum í vestri.
Um morguninn voru tveir fyrirlestrar í Tjarnarborg. Annars vegar um nýja aðalnámsskrá frá Menningar- og menntamálaraáðuneytinu og hins vegar var það Gordon McKenzie sem flutti ákaflega fróðlegt og gott erindi um það hvað einkenni góðan kennara, en Gordon er fyrrverandi skólastjóri eins besta skóla Skotlands.
Eftir hádegi voru málstofur og umræðufundir á Siglufirði og síðan aðalfundir félaganna.
Um kvöldið var slegið á létta strengi, glæsilegur kvöldverður og skemmtun í Kaffi Rauðku og að lokum var dansað við undirleik Stúlla og Dúa.
Nokkrar myndir af fundinum í Tjarnarborg
Texti: ÞH
Myndir: GJS
Athugasemdir