KF - Fjarðabyggð

KF - Fjarðabyggð Það var töluverður vindur á Ólafsfirði þegar KF tók á móti Fjarðabyggð á mjög góðum Ólafsfjarðarvelli.

Fréttir

KF - Fjarðabyggð

Ragnar Hauksson
Ragnar Hauksson

Það var töluverður vindur á Ólafsfirði þegar KF tók á móti Fjarðabyggð á mjög góðum Ólafsfjarðarvelli.

Völlurinn kom gríðarlega vel undan vetri og er væntantanlega besti völlurinn á Norðurlandi um þessar mundir,
þrátt fyrir kuldatíð síðstu misserin. En að leiknum sjálfum, heimamenn léku með vindinn í bakið í fyrrihálfleik og byrjuðu mun betur. 
Milos fyrirliði heimamanna fékk dauðafæri strax á þriðjumínútu eftir hornspyrnu. Hann fékk boltann nokkuð óvænt og virtist auðveldara að skora en hitt en varnarmenn Fjarðabyggðar gerðu vel og komust fyrir skot Milosar.

Heimamenn voru líklegri til að byrja men enda með vindinn í bakið og bökkuðu Fjarðabyggð nokkuð, en voru þó að reyna að spila boltanum með jörðinni og gekk það alveg ágætlega. Þeir voru nokkuð hættulegir sérstaklega eftir föst leikatriði. 

Ragnar Hauksson hefur skorað í öllum deildarleikjum sínum hingað til og var ekki nein breyting á því þennan leikinn því eftir 27 mín geystist Milan Lazarevic fram vinstrivænginn og vippaði boltanum mjög snyrtilega á Ragnar sem var einn í teignum og skallaði fram hjá Amir Mehica, sem þó gerði ágæta tilraun til þess að verja.  Heimamenn þjörmuðu að gestunum á þessum tímapunkti og átti Ragnar Hauksson fasta hælsendingu innfyrir vörn gestanna eftir gott samspil heimamanna Þórður Birgisson komst einn í gegn eftir þessa glæsi sendingu Ragnars, hlaup af sér gestina og kláraði færið örugglega fram hjá Amir í marki Fjarðabyggðar. 

Staðan því 2-0 og þannig var hún í hálfleik.  Fjarðarbyggð komu grimmir til seinni hálfleiks með vindinn í bakið og voru staðráðnir í að jafna leikinn. Heimamenn bökkuðu og leyfði Fjarðabyggð að stjórna leiknum. Sigurjón Egilsson kom inná í hálfleik fyrir Martin Rosenthal og kom nokkur kraftur með þeirri skiptingu. Eins var markakóngur Fjarðabyggðar Mirnes Smalovic mjög ógnandi frammi. 

Andri Hjörvar Albertsson átti gott skot strax í byrjun seinni hálfleiks sem sleikti stöngina og voru heimamenn nokkuð heppnir þar. Glæsinlegasta mark leiksins leit svo ljós á 59 mín þegar Jóhann Ragnar Benediktsson minnkaði muninn fyrir gestina. Jóhann fékk boltann rétt fyrir aftan miðju lék boltanum aðeins áfram og þrumaði á markið. Skotið var gríðarlega fast og Halldór markmaður heimanna var heldur framarlega, sem gerði það að verkum að boltin söng í netinu. Gríðarlega fallegt mark hjá Jóhanni. 
Við þetta myndaðist smá panik í liði heimamanna og gestirnir virkuðu nokkuð líklegir til þess að jafna án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Það var svo þegar  10 mín voru eftir að leiknum að Gabríel Reynisson gerði út um leikinn þegar hann náði að komast í gegnum vörn heimamanna sem náðu þó að þrengja verulega að honum, þannig að færið virtist vera að renna út í sandinn en Gabríel náði þó þokkalegu skoti sem fór undir Amir í marki gestanna við mikinn fögnuð heimamanna en Amir hefði viljað gera betur í að verja skotið.

Til að strá salti í sárinn þá skoraði besti maður vallarsins Ragnar Hauksson sitt annað mark og fjórða mark heimamanna þegar um 3 mín lifðu eftir af venjulegum leiktíma, markið kom eftir klafs í teig gestana. Valdimar Pálson,  dómari leiksins flautaði síðan til leiksloka en Valdimar átti góðan dag og bar mjög lítði á honum inni á vellinum. Heimamenn lönduðu nokkuð þægilegum sigri á toppliði deildarinnar. 

Mynd: Aðsend frétt.
Texti: Þorvaldur Þorsteinsson thorvald@vis.is



Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst