KF á sigurbraut!
sksiglo.is | Almennt | 02.04.2012 | 18:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 273 | Athugasemdir ( )
KF spilaði við nágranna sína úr Dalvíkurbyggð í gær í lengjubikarnum og skemmst er frá því að segja að okkar strákar unnu stórsigur 5-1. Yfirburðir KF voru miklir lengst af.
Þó var nokkuð jafnræði yfir leiknum til að byrja með, sem breyttist hægt og rólega okkar drengjum í vil. Þórður Birgisson var svo sannarlega á skotskónum í gær því hann skoraði alls 4 mörk fyrir KF.Mark númer tvö var sérlega glæsilegt þar sem Þórður snéri varnarmann Dalvíkur/Reynis af sér og átti hörkuskot með vinstri fæti alveg í samskeytin, vægast sagt glæsilegt mark hjá Þórði.
KF spilaði mjög vel í leiknum þó að fyrirstaðan hafi ekki verið mikil enda vantaði eitthvað af leikmönnum í lið Dalvíkur. En það má ekki taka það af okkar strákum að með áframhaldandi spilamennsku getur liðið farið langt í lengjubikarnum.
Staðan í lengjubikarnum er meðfylgjandi:
Texti og mynd: Aðsend
Athugasemdir