Knattspyrnuskóli KF og Bolton

Knattspyrnuskóli KF og Bolton Knattspyrnuskóla KF og Bolton árið 2012 aflýst vegna ónægrar þátttöku. Knattspyrnuskóli KF og Bolton sem fyrirhugað var

Fréttir

Knattspyrnuskóli KF og Bolton

Mynd frá 2011
Mynd frá 2011

Knattspyrnuskóla KF og Bolton árið 2012 aflýst vegna ónægrar þátttöku. Knattspyrnuskóli KF og Bolton sem fyrirhugað var að halda 11-15. júní næstkomandi á Siglufirði, verður því miður ekki haldinn vegna ónægrar þátttöku.

Síðasti skráningadagur í skólann var föstudagurinn 18. maí og þá höfðu einungis 40 einstaklingar skráð sig, en það er allt of lítil þátttaka og af þeim ástæðum getur KF ekki haldið skólann.
 

Það gera sér allir grein fyrir því sem hlut eiga að máli að þetta eru mikil vonbrigði, en engu að síður er þetta óumflýjanleg ákvörðun. Biðjumst við velvirðingar á þessu og vonum um leið að þeim sem skráðu sig í skólann vegni vel á knattspyrnuvöllunum í sumar.

Mynd frá 2011

Mynd frá 2011

Mynd úr borðsal frá 2011

Stjórn KF

Myndir: GJS


Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst