KF spilaði sinn 1. leik í deildinni þetta árið.

KF spilaði sinn 1. leik í deildinni þetta árið. Strákarnir lögðu leið sína í Mosfellsbæinn, og spiluðu við Aftureldingu. Reyndar lögðu okkar strákar

Fréttir

KF spilaði sinn 1. leik í deildinni þetta árið.

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Strákarnir lögðu leið sína í Mosfellsbæinn, og spiluðu við Aftureldingu. Reyndar lögðu okkar strákar Dalvík í bikarnum fyrir um viku síðan. Fyrirfram var búist við mjög erfiðum leik þar sem Aftureldingu er spáð beina leið upp aftur, en liðið féll úr 1. deildinni í fyrra.



Leikurinn var rólegur í fyrri hálfleik og lítið um færi. Magnús Már Einarsson fékk þó dauðafæri fyrir Aftureldingu en Nezir Ohran markmaður KF varði skot hans af markteig.

Undir blálok fyrri hálfleiks komst KF yfir. Eiríkur Ingi Magnússon (sonur Magga Eiríks) átti þá skot fyrir utan teig eftir hornspyrnu og boltinn fór í John Andrews fyrirliða heimamanna og þaðan yfir Sigurbjart Sigurjónsson í markinu.

Um miðjan síðari hálfleik náði KF að auka forskot sitt í 2-0 þegar gamli markahrókurinn Ragnar Hauksson potaði boltanum í stöngina og inn eftir hornspyrnu og skot frá Andra Frey Sveinssyni.

Mosfellingar gáfust ekki upp og þeir náðu að minnka muninn þegar Arnór Þrastarson skoraði skallamark eftir fyrirgjöf frá Magnúsi.

 Arnór jafnaði síðan leikinn á 84. mínútu þegar hann stýrði fyrirgjöf Steinars Ægissonar í netið með hælnum.

Mörkin áttu eftir að verða fleiri og mínútu síðar náði Ragnar að koma KF aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Milan Lazarevic. Heimamenn töldu að brotið hefði verið á Sigurbjarti í markinu en Þórður Már Gylfason dómari leiksins dæmdi mark.

Þarna héldu margir að KF hefði landað þremur stigum en svo fór þó ekki. Magnús Már náði að jafna í viðbótartíma með skoti af stuttu færi eftir að Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban átti aukaspyrnu inn á teiginn.

Leikmenn KF voru ósáttir með aukaspyrnuna og ekki síður þar sem Milan Lazarevic hefði átti að fá aukaspyrnu á hægri kantinum skömmu áður en Þórður Már dæmdi ekkert.

Næst er svo fyrsti heimaleikur sumarsins þegar okkar drengir taka á móti Njarðvík á Ólafsfirði á sunnudaginn klukkan 14:00

Sá leikur verður auglýstur nánar síðar.




Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst