KF vann Fjarðabyggð á Eskifirði

KF vann Fjarðabyggð á Eskifirði Þórður Birgisson tryggði KF sigur á Eskifirði. KF vann Fjarðabyggð með einu marki gegn engu. Sigurmarkið kom á 82.

Fréttir

KF vann Fjarðabyggð á Eskifirði

Þórður Birgisson tryggði KF sigur á Eskifirði. KF vann Fjarðabyggð með einu marki gegn engu. Sigurmarkið kom á 82. mínútu leiksins, en þá skoraði Þórður Birgisson fjórða mark sitt í deildinni.

Eiríkur Ingi Magnússon fékk þá að líta rauða spjaldið í liði KF á 67. mínútu leiksins, en þá fékk hann sitt annað gula spjald. KF er í þriðja sæti með 13 stig, á meðan Fjarðabyggð er í ellefta sæti með þrjú stig eftir sjö umferðir.  

Næsti leikur hjá KF er toppslagur gegn HK á laugardag, nánar um það síðar.

Kveðja: Þorvaldur Þorsteinsson


Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst