Kíkt við í Sparisjóðinn
Ég tók rölt í Sparisjóð Siglufjarðar í morgun þar sem kaffikannann beið eftir mér. Ég bauð góðan daginn og spurði hvort það væri ekki til neitt konfekt? Þá helst Nóa-Sírius konfekt? Ha? Halló? Ég fékk ekkert svar og fór að líta í kring um mig þegar ég fann ekkert konfekt.
Þá sá ég Bjössa Sveins sitja dáleiddan að tala við furðufiskinn eða eðluna eða hvað þetta er sem er í glerkrukkunni hjá þeim. Tek mynd af þessu fiskseðlukvikindi seinna og sýni ykkur. Ég mátti ekki mynda Bjössa þó svo að myndavélaþokkinn drjúpi af hverju hári á hausnum á Bjössa .
Og svo sá ég þennan grjótharða veiði-myndavélanagla sem var greinilega uppgefin á hinum ýmsu tölum,pin og puk númerum sem til eru í einum banka. Náðist þar þessi fína mynd af honum að störfum.
Mynd og texti: Hrólfur Baldursson
Athugasemdir