Kiwanis afhendir 10. bekk GF. styrk.

Kiwanis afhendir 10. bekk GF. styrk. Kiwanisklúbburinn Skjöldur bauð nemendum 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar ásamt umsjónarkennara til pissaveislu í

Fréttir

Kiwanis afhendir 10. bekk GF. styrk.

Ljósm. I. E.
Ljósm. I. E.

Kiwanisklúbburinn Skjöldur bauð nemendum 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar ásamt umsjónarkennara til pissaveislu í Kiwanishúsinu s.l. þriðjudag.


Tilefni veislunnar var að afhenda nemendum 50.000 kr. styrk í ferðasjóð bekkjarins vegna þáttöku þeirra í þrettándagleði Skjaldar í janúar s.l.

Forseti Skjaldar, Baldur Jörgen Daníelsson fræddi ungmennin um Kiwanishreyfinguna og þakkaði  þeim fyrir samstarfið í þrettándagleðinni, þar sem þau stóðu sig með stakri prýði og afhenti fulltrúum bekkjarins styrkinn.
Þegar borðhaldi var lokið var orðið gefið laust og nokkrir af nemendunum stigu í pontu og æfðu sig í ræðuhöldum.

Kiwanisklúbburinn Skjöldur þakkar nemendum 10. bekkjar GF. fyrir samstarfið og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.


Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst