40 ára afmælishátíð Skjaldar
Tuttugu stofnfélagar voru að klúbbnum en meðlimum fjölgaði fljótt og þegar mest var voru þeir um 50 talsins. Núna eru félagar 33 og meðal þeirra eru sjö af stofnfélögunum, búist er við að félögum fjölgi í vetur.
Tekið var á móti Kiwanisfélögum og gestum þeirra í Bátahúsinu og þeim boðið upp á léttar veitingar og mússík áður en haldið var í Kaffi Rauðku.
Klúbbnum voru færðar margar góðar gjafir við þessi tímamót og margir fluttu ávörp á afmælishátíðinni má þar m.a. nefna :Sigurjón Pálsson svæðistjóra Óðinssvæðis, Björn Baldursson fyrir hönd umdæmisins, Ómar Kjartansson frá Drangey, Jón H.R Jóhannsson Súlum, Sigurð Skarphéðinsson Mosfelli, Ingimar Hólm Ellertsson Þyrli og Ásdísi Ármannsdóttur frá Sinawik á Siglufirði.
Kiwanisklúbburinn Skjöldur vinnur að mörgum góðum og skemmtilegum málefnum. Hann stendur fyrir jólaballi fyrir börnin, er með brennu og
flugeldasýningu á þrettándanum, sér um kjör á íþróttamanni Siglufjarðar og nú Fjallabyggðar
ár hvert, færir nemendum fyrsta bekkjar hjálma í lok hvers skólaárs og gefur út símaskrá fyrir
Siglufjörð og Fljót.
Einnig styrkir Skjöldur mörg góð málefni og reynir að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda. Einkunarorð hreyfingarinnar hafa í gegnum árin verið:,,Börnin fyrst og fremst"
Mugison og hljómsveit að koma sér fyrir í Bátahúsinu þar sem þeir héldu tónleika um kvöldið
Góðir saman.
Sönghópurinn Gómar voru frábærir
Viðurkenningar veittar
Gjöf frá Súlum
Gjöf frá Drangey
Þyrill Akranesi
Sinawik Siglufirði
Gjöf frá Kiwanisumdæminu
Sturlaugur Kristjánsson við hljómborðið og Þórhallur Jónasson veislustjóri
Sigurður með gjöf frá Mosfelli
Baldur Jörgen að veita Sveini Aðalbjörnssyni Hixonorðuna
Baldvin Ingimarsson formaður skemmtinefndar fær blómvönd úr hendi forseta.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir