Skjöldur gefur tæki í sjúkrabíl

Skjöldur gefur tæki í sjúkrabíl Kiwanisklúbburinn Skjöldur gefur sendibúnað fyrir Lifepak 12 hjartastuðtæki í sjúkrabílinn á Siglufirði. Tækið var

Fréttir

Skjöldur gefur tæki í sjúkrabíl

Guðmundur forseti Skjaldar afhendir sendibúnað fyrir hjartastuðtæki
Guðmundur forseti Skjaldar afhendir sendibúnað fyrir hjartastuðtæki

Kiwanisklúbburinn Skjöldur gefur sendibúnað fyrir Lifepak 12 hjartastuðtæki í sjúkrabílinn á Siglufirði. Tækið var afhent við athöfn á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar föstudaginn 28. september.

Þessi búnaður er byggður upp á 3G (interneti) tengingum við móttökustöð sem staðsett er á Slysa- og bráðamóttöku LSH í Fossvogi.

Meðan flutningur fer fram á hjartveiku fólki til dæmis frá Siglufirði til Akureyrar, er hægt að senda yfirlit yfir ástand sjúklings til sérfræðinga á LSH sem lesa niðurstöður og áhveða hvort sjúklingur á að fara í beint í flug til Reykjavíkur eða á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Nú þegar er svona búnaður í notkun á nokkrum stöðum á landinu og reynist vel.





Sendibúnaðurinn sem Kiwanisklúbburinn gaf er tengdur utan á hjartalínuritstækið Lifepak 12 sem við sjáum hér á myndinni.





Jóhannes, Helgi, Sigurjón, Konráð, Valþór, Birgir og Áki

Texti og myndir: GJS




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst