Skjöldur gefur tæki í sjúkrabíl
sksiglo.is | Almennt | 29.09.2012 | 01:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 733 | Athugasemdir ( )
Kiwanisklúbburinn Skjöldur gefur sendibúnað fyrir Lifepak 12 hjartastuðtæki í sjúkrabílinn á Siglufirði. Tækið var afhent við athöfn á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar föstudaginn 28. september.
Þessi búnaður er byggður upp á 3G (interneti) tengingum við móttökustöð sem staðsett er á Slysa- og bráðamóttöku LSH í Fossvogi.
Nú þegar er svona búnaður í notkun á nokkrum stöðum á landinu og reynist vel.
Sendibúnaðurinn sem Kiwanisklúbburinn gaf er tengdur utan á hjartalínuritstækið Lifepak 12 sem við sjáum hér á myndinni.
Jóhannes, Helgi, Sigurjón, Konráð, Valþór, Birgir og Áki
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir