Kjólakistan opnuð í nýja gamla húsnæðinu

Kjólakistan opnuð í nýja gamla húsnæðinu Kjólakistan opnaði þriðjudaginn 26. mars að Aðalgötu 15 í endurnýjuðu húsnæði. Þar var búið að endurnýja allt

Fréttir

Kjólakistan opnuð í nýja gamla húsnæðinu

Tinna skvísa
Tinna skvísa

Kjólakistan opnaði þriðjudaginn 26. mars að Aðalgötu 15 í endurnýjuðu húsnæði. Þar var búið að endurnýja allt hátt og lágt og búið að mála eitt stk. hurð alveg eld rauða. Ekki veit ég alveg hvaðan þessi hugmynd af rauðu hurðinni kom en hún tekur sig nú bara nokkuð vel út þarna í kistunni.

Þegar ég ætlað að kíkja þarna um 16:00 þá var bókstaflega troðfullt út úr dyrum, þannig að ég snéri við og skrapp í bakaríið í hálftíma og tróð í mig snúð og skinkuhorni. Þegar þessi hálftími var liðin tölti ég aftur niður í Kjólakistu til þess að skoða allskonar föt og meyjar sem voru að skoða föt og finna hvað var gott í öllum efnunum þarna í öllum þessum fötum.

Það sem mér fannst mesta snilldin við annars ný-endurnýjað húsnæði Kjólakistunnar var karla hornið. Og karlahornið er eitt stk. sófi, nota bene leður. Við þurfum ekki meir (nema kannski kaffi, Nóa konfekt, sjónvarp og spjald tölvu, þá helst iPad nema kannski Finnur hann vill ekki iPad).

Eins og kannski flestar myndirnar bera með sér eru þær teknar þarna úr þessum sófa. Mjög góður sófi kæra Kjólakista og mættu fleiri búðir sem selja föt og annað fyrir konur sem þurfa að draga mennina sína inn í búðirnar taka þetta sér til fyrirmyndar.

Mér finnst til dæmis óþolandi þegar ég er dreginn inn í einhverja svona konubúð og frúin er að skoða að ég geti ekki fengið mér sæti og andvarpað og sagt "jæja, eigum við ekki að fara drífa okkur?" nokkrum sinnum og slakað bara á, rétt á meðan frúin skoðar allt mögulegt og ómögulegt. En jæja aftur að Kjólakistunni. Halldór sást ekkert þarna frammi , þær sögðu að hann væri inn í mátunarklefa og fengist ekki til að koma út úr klefanum og á einum tímapunkti þarna fannst mér eins og ég væri staddur í miðju fuglabjargi, slíkur var áhuginn.

Gangi ykkur vel í Kjólakistunni Steina og Sandra (já og auðvitað innkaupastjórarnir Halldór og Hjalti) og innilega til hamingju með þetta.
Þetta er glæsilegt.

Opnunartími yfir páskahátíðina verður svona, og lokunartíminn er víst ekkert heilagur. Það er aldrei opið styttra, bara stundum lengur.

Miðvikud. 16-18
Fimmtud. 14-16
Föstud. LOKAÐ
Laugard. 14-16

Opnun í kjólakistunni
Karlahornið góða, Daði alveg uppgefinn.

Opnun í kjólakistunni

Helen var hrikalega hress með þetta allt saman.

Opnun í kjólakistunni

Held að Guðný hafi verið fyrst inn og síðust út.

Opnun í kjólakistunni

Svona var þetta allan tímann.

Opnun í kjólakistunni

Er ekki bara komin hugmynd af amælisgjöf fyrir hana Eddu. Ha? Hvað segirðu um það Addi Óla? Ert þú búin að gefa konunni þinni afmælisgjöf í ár Addi Óla?
(ég var vinsamlegast beðin um að koma þessu á framfæri).

Opnun í kjólakistunni

Hérna heldur hún á sömu peysunni Addi Óla. (eða kjólnum, veit ekkert hvort þetta er)

Opnun í kjólakistunni

Elín alveg með þetta.

Opnun í kjólakistunni

Steina og dóttir Bryndísar Þorsteins. Hugsið ykkur, barnapössun á staðnum.

Opnun í kjólakistunni

Þarna heyrði ég Sóley Önnu segja í símann " En Óli, í alvöru, ég á bara engin föt."

Opnun í kjólakistunni Opnun í kjólakistunni

Tinna skvísa.

Opnun í kjólakistunni

Sigga að finna hvað er virkilega gott í þessu.

Opnun í kjólakistunni


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst