Kjördæmisþing Samfylkingarinnar, Guðbjartur og Árni Páll mæta!
sksiglo.is | Almennt | 18.01.2013 | 22:26 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 176 | Athugasemdir ( )
Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi verður haldið á morgun laugardag, kl 13:00 - 16:00, í húsakynnum Golfklúbbs
Akureyrar að Jaðri.
Eftir kjördæmisþingið verður opinn flokksfundur með formannsframbjóðendum flokksins, þeim Árna Páli Árnasyni og Guðbjarti
Hannessyni þar sem þeir kynna sig og fara yfir stefnumál sín. Nú stendur yfir kosning til formanns og er hún haldin rafrænt meðal allra
skráðra félaga í Samfylkingunni.
Tæplega 20.000 manns eru á kjörskrá og er þetta þar af leiðandi stærsta rafræna kosning sem stjórnmálaafl hefur haldið
á Íslandi.
Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér frambjóðendurna.
Athugasemdir