KKS og Rauðka semja
Karlakór Siglufjarðar og Rauðka hafa samið um að þorramaturinn á hinu árlega þorrablóti KKS verður framleiddur hjá Rauðku.
Nú styttist í þorrablót KKS. Það verður haldið í Íþróttahúsinu á Siglufirði eins og undanfarið. Ákveðið hefur verið að blóta þorra mun fyrr en áður, og verður blótið laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Heimir matreiðslumeistari hjá Rauðku og hans fólk hefur tekið að sér að útbúa þorramatinn.
Heimir gaf formanni KKS og fréttamanni siglo.is að smakka súra sviðasultu og punga sem Heimir er með í súr núna í stóreldhúsi Rauðku, og voru menn sammála um að þetta væri allt í fínu lagi hjá Heimi þannig að fólk á von á flottum og vel fram bornum þorramat á KKS þorrablótinu.
Það er ánægjulegt þegar hægt er að sækja góða vinnslu og þjónustu í heimabyggð, og þannig stuðla að aukinni uppbyggingu hér.
Myndir og texti: GSH
Athugasemdir