KKS Þorrablótið á Siglufirði

KKS Þorrablótið á Siglufirði Karlakór Siglufjarðar sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu.

Fréttir

KKS Þorrablótið á Siglufirði

Karlakór Siglufjarðar sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Menn eru farnir að efast um að aðsókn að KKS Þorrablótinu í ár, verði jafn mikil og fyrri ár.

Þess vegna hefur verið ákveðið, að ef seldir miðar hafa ekki náð 150 stk mánudaginn 28. jan n.k. verður þorrablótið fært í minni sal á Siglufirði.

Það þýðir líka, að miðafjöldi á viðburðinn verður mjög takmarkaður.  Tryggið ykkur því miða sem allra fyrst.

Nánari upplýsingar fúslega veittar í símum: 898 4310 og 894 8421

KKS

 

Haft er eftir formanni KKS:

"250 manns í íþróttahúsinu eru eins og krækiber í helvíti, þannig að í staðinn fyrir að hætta við, þá getum við farið í minni sal í bænum og þá verður uppselt við 150 manns.  Menn eru búnir að fresta utanlandsferðum og öllu mögulegu til að geta komið fram, því er með öllu ótækt að hætta við, þannig að við verðum bara að minnka umfangið".


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst