Kleinuveislan í Gagganum.

Kleinuveislan í Gagganum. Ég kom við í Gagganum til þess að sníkja kleinur beint upp úr pottinum laugardaginn 20. apríl. (Þetta var ekki komið inn fyrr

Fréttir

Kleinuveislan í Gagganum.

Þegar ég ók fram hjá efra skólahúsi Siglufjarðar (Gagganum) fann ég einhverja albeztu kleinusteikingarlykt sem ég hef á ævinni fundið. Að vera komin út klukkan 08:30 á laugardags morgni sársvangur er bara einhvernveginn ekki alveg eðlilegt fyrir mig þannig að þessi þefur var alveg kærkominn.
 
Ég hljóp skælbrosandi og yfir mig spenntur inn í skólahúsið. Mér leið eins og Forrest Gump og ég hefði örugglega getað hlaupið endalaust í þessari kleinulykt. Þegar ég var búin að hlaupa um alla ganga skólans og reyna að finna steikingarmeistarana komst ég loks að því að steikingin færi fram niðri (það þyrfti eiginlega að merkja þetta við innganginn "kleinur niðri" eða eitthvað álíka, þið munið það bara næst) . Reyndar ætti eiginlega að vera skilda að merkja allar svona eldunaraðstöður ef einhverjir svona sísvangir eins og ég og fleiri sem ég þekki (dettur allavega 2 strax í hug, Hjalti Gunnars og Halldór Hafsteins) þurfum að finna til að komast hratt og örugglega og án tafa að matnum.
 
Þegar ég kom niður var ansi hreint fríður hópur af foreldrum og krakkar úr 10. bekk að steikja kleinur. Ég fékk mér að sjálfsögðu kleinu og heilsaði liðinu.  Þegar ég var búin að heilsa öllum þarna held ég , fékk ég mér 2 kleinur í viðbót. Þá loksins fór ég í það að taka nokkrar myndir af kleinusteikingaliðinu sem ég ætla að lofa ykkur að sjá.
 
kleinubakstur
Harpa setti í cirka 13 poka fyrir mig.
 
kleinubakstur
Mariska að snikka kleinurnar til.
kleinubakstur
Sibba að steikja.
kleinubakstur
Takið eftir töktunum hjá Gulla Stebba. Hann kann þetta.
 
kleinubakstur
Uuuummmmm…..
 
kleinubakstur
10 bekkingar að vikta. Eyþór, Rómeó , Harpa og Gabríel.
 
kleinubakstur
Kleina 1.
 
kleinubakstur
Kleina 2. (Það náðust ekki myndir af kleinu 3 og upp í 27).
kleinubakstur
Þarna heyrðist "já, hnoða ég degið fyrst og set í pottinn? Hvernig sker ég það svo út í kleinur ?"
 
kleinubakstur
Allt á fullu.
 
kleinubakstur
Ella með allt á hreinu.
 
kleinubakstur
Trausti að skera út.
 
kleinubakstur
Silla að snúa kleinunum (eða það held ég, ég heyrði það allavega á einhverju borðinu).
 
kleinubakstur
Lilla Símonar.
 
kleinubakstur
Óli Gunn. Og einhver þarna á bak við.
 
kleinubakstur
Gulli Stebbi. Hann bara getur ekki verið eðlilegur þessi drengur.
 
kleinubakstur
Hrefna og Kolbrún að vikta.
 
kleinubakstur
Unnar og Fríða að græja þetta allt saman.
 
kleinubakstur
Gulli Stebbi.
 
kleinubakstur
Trausti og Fróði.
 
kleinubakstur
Brjálað að gera.
 
kleinubakstur
Fróði að hnoða.
 

Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst