Knattspyrnu-og íþróttaskóli KF 2013
Sæl öll kæru foreldrar barna á knattspyrnu-og íþróttaskólaaldri fædd árið 2005-2009
Þann 10. júní næstkomandi hefst Íþróttaskóli KF með kröftugu, fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Skólinn verður starfræktur til 15. ágúst. Frídagar eru 17.júní – 12. júlí og 9.ágúst.
Umsjónarmaður skólans verður Björn Hákon Sveinsson. Honum til aðstoðar verða nokkrir starfsmenn, en fjöldi þeirra fer eftir því hversu margir nemendur verða í skólanum. Það er því mikilvægt fyrir KF að fjöldi skráninga sé á hreinu sem fyrst. Mjög gott að fólk skrái börnin eigi síðar en þriðjudaginn 4.júní.
Skólinn verður alla virka daga og hefst klukkan 13:00. Athugið að skólinn verður að sjálfsögðu bæði á Siglufirði og Ólafsfirði og mun rúta aka til skiptis með nemendur frá báðum byggðarkjörnunum. Skólinn verður á Siglufirði mánud og miðvikudaga og á Ólafsfirði þriðjud og fimmtudaga. Föstudagarnir verða svo til skiptis, byrjað á Siglufirði. Mætingarstaður er ávalt sá sami nema annað sé tekið fram. Á Siglufirði er mæting að Hóli og á Ólafsfirði er mæting í Vallarhúsið. Rútan fer frá malarvellinum á Siglufirði og frá MTR á Ólafsfirði klukkan 12:45. Í rútunni er alltaf einhver fullorðinn til staðar. Starfið byrjar svo klukkan 13:00 eða þegar nemendur hafa skilað sér á hvorn staðinn með rútunni. Við viljum benda foreldrum á það að skilja nemendur ekki eftir ein hvort sem er á Hóli eða við ÚÍF þegar þeim er skutlað í skólann. Foreldrar skulu sjá til þess að skila börnunum af sér í hendur starfsmanna skólans. Við viljum einnig vekja athygli á því að KF ætlar að bjóða upp á það að leikskólabörnin verði sótt á leikskólann og komið á námskeiðið.
Barna og unglingaráð hefur ákveðið að taka börn fædd árið 2009 inn í skólann. Sérstök athygli skal samt vakin á því að börn í þessum árgangi geta eingöngu sótt skólann í sínum byggðarkjarna. Það þykir ekki tímabært að svo ungir iðkendur fari á milli í rútu.
Markmiðið er að foreldrar fái póst á sunnudögum með plani heim fyrir skólann svo að foreldrar séu meðvitaðir um hvað krakkarnir eru að brasa á daginn og mæti í fatnaði við hæfi hverju sinni. KF vill ítreka að foreldrar þurfa að senda nemendur með hollt og gott nesti þar sem skólinn er í þrjár klukkustundir. Gott væri að senda ávalt einn ávöxt með og reyna að halda sykruðum drykkjum í lágmarki.
Verðskrá Íþróttaskóla KF er þessi:
- Allt sumarið : 25.000 krónur
- Mánaðargjald: 15.000 krónur
- Vikugjald: 5.000 krónur
- Sumargjaldið fyrir árgana 2009 er 12.500 krónur
Skráning á tölvupósti bjorn.reebok@gmail.com þar sem þarf að koma fram hversu langan tíma barnið ætlar að sækja skólann, nafn foreldra og netfang, nafn barnsins, fæðingarár og láta vita ef sækja á barnið á leikskólann. Aðrar upplýsingar sem foreldrum finnst vert að umsjónarmaður hafi vitneskju um. Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika þá við að hafa samband í síma 776-2724.
Vonumst til að sjá sem flesta krakka í flottum og vel skipulögðum íþróttaskóla KF sumarið 2013!
Með kærri kveðju, barna-og unglingaráð KF.
Vika 1 10.-14.júní
Mán-Mið-Fös
12:45 Óló til Sigló
14:45 Hóll til Óló
15:30 Hóll til Óló
Þri-Fim
12:45 Malarvellinum til Óló
14:45 Óló til Sigló
15:30 Óló til Sigló
Vika 2 17.-21. Júní (frí 17. Júní)
Mán-Mið
12:45 Óló til Sigló
14:45 Sigló til Óló
15:30 Sigló til Óló
Þri-Fim-Fös
12:45 Malarvellinum til Óló
14:45 Óló til Sigló
15:30 Óló til Sigló
o.s.frv.
Kveðja RH.
Athugasemdir