Knattspyrnuskóli Grétars Rafns
Knattspyrnuskóli Grétars Rafns Steinssonar er haldinn í fjórða sinn nú í sumar á Siglufirði. Skólinn hófst í morgun 13 júní og lýkur föstudaginn 17 júní.
Líkt og undanfarin ár verða þjálfarar frá knattspyrnuakademíunni hjá Bolton Wanderes en svo munu fleiri góðir gestir/knattspyrnumenn mæta á svæðið. Þátttökualdur í skólann eru þeir sem fæddir eru á árinu 1993 til 2002.
Líkt og undanfarin ár verður lögð áhersla á fjölbreyttar æfingar, hollt mataræði, hvað hægt er að gera til að verða atvinnumaður í knattspyrnu og hvað þarf til.
Gisting verður að Hóli fyrir þá sem það vilja meðan húsrúm leyfir. Reynt verður að ná hagstæðum samningum við veitingarhús bæjarins vegna kvöldmatar og morgunmatur á Hóli verður á kostnaðarverði.
Að sjálfsögðu verður gæsla allan tímann á Hóli. Námskeiðisgjald er 20.000 kr. og innifalið í því verður Knattspyrnuskólinn, hollur hádegismatur, fræðsla í næringarfræði, vallarnesti, gjöf frá Grétari Rafni, frítt í sund og frábærir dagar í Siglufirði.
Þátttakendur eru um eitthundrað víðs vegar af landinu, og eru þeir sem koma að um 60 til 70 % þátttakenda. Þrír þjálfarar hafa komið hingað áður, en tveir eru nýir. Bolton Wanderes sendir fimm þjálfara, David Bailey, Mason John Mcclelland, Anthony Gerard Kelly, Steven Thomas Caroll, Andy Collins.
Þorlákur Árnason þjálfari m. f. kv. í Stjörnunni og U17 landsliðs kvenna mun mæta og fleiri góðir gestir.
Gera sig klár á völlinn.
Æfingin hafin.
Hér er verið að gefa hollan mat.
Börnin að borða.
Matartími.
Þjálfari að ræða við börnin.
GJS
Athugasemdir