Knútur kíkti við

Knútur kíkti við Knud eða Knútur er nafn á norrænum konungi sem var uppi fyrr á öldum og ég veit satt að segja lítið um og hef takmarkaðann áhuga á, en

Fréttir

Knútur kíkti við

Knud eða Knútur er nafn á norrænum konungi sem var uppi fyrr á öldum og ég veit satt að segja lítið um og hef takmarkaðann áhuga á, en eitthvað er minnst á hann í Heimskringlu og öðrum fræðiritum ef þú vilt kynna þér það eitthvað nánar.

 
 En Knud eða Knútur er líka nafn á manni sem er á ferðinni um landið á alveg hreint ljómandi skemmtilegum húsmótorhjólabíl. Knud er frá Þýskalandi og hefur áður ferðast á Íslandi, bæði á hjóli og vespu og svo þessu magnaða apparati.
 
Þessi græja er af Ítölsku Piaggio ættinni sem er líklega bezt þekkt fyrir vespurnar sem þeir framleiða. Þrjú hjól eru undir græjunni og bílstjórarými fyrir 1 og svefnrími fyrir 1 á palli sem er með tjaldi. Tjaldið á pallinum er svo með fortjaldi. Þetta er semsagt nokkurs konar mótorhjól með rúmi. 
 
Ég spurði Knud eða Knút hvort þetta væri ekki valt en hann sagði að svo væri alls ekki. Hámarkshraði er cirka 60 kílómetra hraði þannig að Knud eða Knútur er ekki á neinni sérstakri hraðferð um landið. 
 
Verðið á þessu er 6000 EUR sagði Knud eða Knútur sem er líklega eitthvað í kring um 969.600 íslenskar krónur á gengi dagsins 1. júlí 2013. Svo þarf víst að borga alls konar tolla, flutningskostnað, gjöld og alls konar skatta og svo framvegis þannig að líklega færi svona græja innflutt yfir 2 milljónir eða meira. 
 
Ég veit reyndar ekki hvers konar ökupróf þarf á svona græju en mér finnst þetta alveg magnað verkfæri sem væri örugglega mjög gott að eiga.
 
bas
Þarna má sjá Hreiðar Jóhanns. Hann var að hjóla framhjá og snarstoppaði og horfði
dreyminn á tækið.
 
bas
Draumurinn að eignast svona græju sagði Hreiðar.
 
bas
 
bas
Knud að hella upp á.
 
 
 

Athugasemdir

03.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst