Konudagurinn á leikskólanum
sksiglo.is | Almennt | 25.02.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 506 | Athugasemdir ( )
Konudagurinn var haldin hátíðlegur á Leikskólanum Leikskálum
síðastliðinn föstudag.
Að sjálfsögðu komu ömmur, mömmur, frænkur og systur á
leikskólann og var heldur betur fjör.
Boðið var upp á léttar veitingar og dömunum virtist ekki líka
það illa.
Að sjálfsögðu sendi ég hana Ólöfu mína með
myndavélina með sér og hún smellti af nokkrum myndum.
Agnes Ósk og Elvar.
Hanna Þóra á spjalli við ungan herramann.
Selma og Ásta Rós..
Auður Erlendsdóttir aðstoðar Auði yngri.
Edda Henný heldur á Helen og Mikael stendur.
Halldóra Jörgensen, Freyja Júlía og Rut Hilmars heldur á Óliver.




Athugasemdir