Konukvöld til styrktar strandblakvallarins
sksiglo.is | Almennt | 10.06.2011 | 09:05 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 839 | Athugasemdir ( )
Það stendur mikið til hjá blakfélögunum en eftir að samkomulag náðist
við Rauðku um standsetningu strandblakvallarins á túninu við Rauðkutorg
hafa meðlimir þeirra ekki látið deigan síga. Á örskömmum tíma hefur
verið skipt um jarðveg og er nú kominn sandur í stað grass.
Nú eru að ljúka framkvæmdum við völlinn og í tilefni af því hafa Súlurnar og Dífurnar efnt til konukvölds til styrktar strandblakvallarins fimmtudaginn 16. júní klukkan 20:30. Forsala aðgöngumiða lýkur í dag en hún fer fram í SR.
Um helgina verður haldið strandblaksnámskeið þar sem Karl Sigurðsson landsliðsþjálfari í strandblaki kemur og leiðbeinir blakfólki. Um 24 blakarar munu taka þátt á námskeiðinu sem fer fram á föstudag og laugardag sem
endar síðan með móti á sunnudagsmorgninum.










Tilbúinn Strandblaksvöllur
GJS
Nú eru að ljúka framkvæmdum við völlinn og í tilefni af því hafa Súlurnar og Dífurnar efnt til konukvölds til styrktar strandblakvallarins fimmtudaginn 16. júní klukkan 20:30. Forsala aðgöngumiða lýkur í dag en hún fer fram í SR.
Um helgina verður haldið strandblaksnámskeið þar sem Karl Sigurðsson landsliðsþjálfari í strandblaki kemur og leiðbeinir blakfólki. Um 24 blakarar munu taka þátt á námskeiðinu sem fer fram á föstudag og laugardag sem
endar síðan með móti á sunnudagsmorgninum.

Tilbúinn Strandblaksvöllur
GJS
Athugasemdir