Kótelettukarlarnir gerðu sér virkilega glaðan dag

Kótelettukarlarnir gerðu sér virkilega glaðan dag Kótelettukarlarnir í Hinu Glænýja Kótelettufélagi Siglufjarðar eða H.G.K.S gerðu sér virkilega glaðan

Fréttir

Kótelettukarlarnir gerðu sér virkilega glaðan dag

Kótelettukarlarnir í Hinu Glænýja Kótelettufélagi Siglufjarðar eða H.G.K.S gerðu sér virkilega glaðan dag síðastliðinn sunnudag og tóku vel á því í mat og drykk eins og þeirra var von og vísa.
 
Kóteletturnar voru bornar fram í hundraðatali og ekki var vanþörf á því það var eins og soltin úlfahjörð væri að riðjast að borðinu. Að sjálfsögðu var boðið upp á malt og appelsín með.
 
Ég held að allir hafi tekið mjög vel á því og stunurnar og sviplausa sælutilfinningin í lok fundarins var allt að því yfirþyrmandi hugljúf stund en þeir vita það sem áhuga hafa á þessari eðalfæðu að þegar maður er búinn að borða yfir sig af Kótelettum getur maður nákvæmlega ekkert gert nema hugsað um hvað þetta sé rosalega góður matur og hvað það hafi verið ofsalega gaman að borða allar þessar Kótelettur og spá í hvort maður ætti virkilega að fara aðra ferð. 
 
Það þarf engin orð þó svo þau hafi fengið að fjúka og margar skemmtilegar sögur sem alls ekki er hægt að segja frá hér.
 
En myndavélin var á lofti og myndirnar frá fundinum eru hér fyrir neðan.
 
kóteletturHér er Finni Hauks að græja laukfeitina.
 
kóteletturÆgir B. að laga til lettur eða laukfeiti.
 
kóteletturUuuuuummmmmm laukfeiti.
 
kóteletturHalli Villa sá til þess að þetta væri allt saman rétt gert.
 
kóteletturÁnægjusvipurinn leynir sér ekki hjá Óla Kára og Pétri Bjarna. Á tímabili sungu þeir af spenningi.
 
kóteletturÞað var aðeins spjallað fyrir mat en eins og gefur að skilja var ekkert hægt að spjalla á meðan letturnar voru nagaðar.
 
kóteletturSpjallað og beðið.
 
kóteletturHákon var ekkert að láta segja sér það tvisvar að fá sér lettur. Við endann á borðinu stendur mynd af bræðrafélagi Kótelettufélagsins eða Kótelettufélagi Togarajaxla sem fær alltaf sinn heiðurssess við Kótelettuborðið.
 
kóteletturÞað leynir sér ekki ánægjusvipurinn á Gunnlaugi Vigfússyni og Óla Gunnars, þeir táruðust af einskærri gleði.
 
kóteletturOg ennþá eru þeir brosandi strákarnir.
 
kóteletturÞessir biðu alls ekki rólegir eftir að komast að borðinu.
 
kóteletturOg ennþá bíða þeir.
 
kóteletturÆgir E. alveg ljómandi sáttur með letturnar.
 
kóteletturJói Ott að hlaupa að borðinu.
 
kóteletturHjalti Gunnars og Jói Ott í fyrstu umferð. 
 
kóteletturHér er komin stóísk ró yfir mannskapinn. Saddir og sælir. Óli Siggi lengst til vinstri, Óli Gunnars, Finni Hauks og Guðbjörn.
 
kóteletturAlveg gjörsamlega að springa drengirnir. Frá vinstri: Finni Hauks, Guðbjörn, Ægir E. og Sigurjón.
 
kóteletturÞvílik sæla. Frá vinstri: Halli Villa, Þórir Stefáns og Svenni Aðalbjörns.
 
kóteletturPétur Bjarna og Reynir Karls vel mettir. Það sést ekki á myndinni en þeir voru búnir að hneppa frá.
 
kóteletturHjalti Gunn í tólftu umferð.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst