Kötturinn Birta
sksiglo.is | Almennt | 30.08.2013 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 464 | Athugasemdir ( )
Kötturinn Birta.
Birta er köttur af kyninu Sphynx og er þar af leiðandi hárlaus.
Í bókinni Birta bleik og brött er hún lögð í einelti af
öðrum krökkum í hverfinu því hún er öðruvísi.
Birta kom í heimsókn í 1. 2. 3. og 4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar
(Siglufirði) með eiganda sínum og höfundi bókarinnar Belindu Theriault.
Birta hefur mætt miklum fordómum hjá fólki ekki síst fullorðnum og
fengið á sig að hún væri eins og reitt hæna, svín eða geimvera vegna hárleysis.
Boðskapur bókarinnar er að það er í lagi að vera
öðruvísi.
Börnin virtust hafa gaman að því að sjá Birtu og vafalaust á
þessi boðskapur sem bókin snýst um eftir að koma miklu til skila í sambandi við til dæmis einelti.










Athugasemdir