Krílasálmar á foreldramorgnum í Ólafsfjarðarkirkju
Innsent efni.
Þriðjudagana 22. og 29. október og 5. og 12. nóvember ætlar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti við Akureyrarkirkju að
heimsækja okkur og kynna krílasálma og vera með stundir í kirkjunni kl. 11. Krílasálmar er samheiti yfir kirkjuleg tónlistarnámskeið
fyrir ungbörn og foreldra þeirra. Námskeiðin eiga rætur sínar að rekja til Danmerkur. Fyrsta námskeiðið á Íslandi var haldið
í Fella- og Hólakirkju vorið 2008.
Á Krílasálmanámskeiðum eru kennd ýmis lög og leikir í notalegu umhverfi og lögð áhersla á söng og hreyfingu. Einkum er
notast við tónlist kirkjunnar en einnig önnur þekkt barnalög, leiki og þulur.
Rannsóknir hafa sýnt að það að syngja fyrir lítil börn auki einbeitingarhæfileika þeirra og hreyfiþroska. Raddir foreldranna eru
þær fyrstu sem ungbörn læra að þekkja og það veitir þeim öryggi og ánægju að heyra þær. Sönghæfileikar
skipta því engu máli í þessu samhengi, en málið snýst fyrst og fremst um að rækta tengsl foreldis og barns.
Ekkert þátttökugjald þarf að greiða á krílasálmanámskeiðið.
Gott væri að vita um þátttöku í gegnum facebook-síðu kirkjunnar facebook.com/olafsfjardarkirkja eða á netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is fyrir 20. október.
Sigríður Munda Jónsdóttir
sóknarprestur
Hlíðarvegur 42
625 Ólafsfjörður
sími 466-2220
Mynd með frétt fenginn á facebook síðu Ólafsfjarðarkirkju.
Athugasemdir