Kristján Þór hreppti efsta sætið

Kristján Þór hreppti efsta sætið Kristján Þór Júlíusson alþingismaður vann góðan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina.

Fréttir

Kristján Þór hreppti efsta sætið

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson

Kristján Þór Júlíusson alþingismaður vann góðan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina. Valgerður Gunnarsdóttir lenti í öðru sæti en Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður er ekki meðal 6 efstu manna.

Níu manns öttu kappi um 6 sæti. Niðurstaðan varð þessi:

Í 1. sæti varð Kristján Þór Júlíusson með 2.223 atkvæði.

2. (í 1.-2. sæti) varð Valgerður Gunnarsdóttir með 1.291 atkvæði.

3. (í 1.-3. sæti) varð Ásta Kristín Sigurjónsdóttir með 1.158 atkvæði.

4. (í 1.-4. sæti) varð Jens Garðar Helgason með 1.278 atkvæði.

5. (í 1.-5. sæti) varð Erla S. Ragnarsdóttir með 1.529 atkvæði.

6. (í 1.-6. sæti) varð Bergur Þorri Benjamínsson með 1.752 atkvæði.

Á kjörskrá við lok kjörfundar voru 4.401 manns. Alls greiddu 2.714 atkvæði, kjörsókn var því 61,7 %. Auð og ógild voru 78 atkvæði.

Niðurstaðan er bindandi fyrir þá frambjóðendur sem hlutu 50% greiddra atkvæða.  

Þetta kemur fram á vef ruv.

 


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst