Staðan erfið fyrir sveitarfélögin og íbúana

Staðan erfið fyrir sveitarfélögin og íbúana „Ef framtíð sjávarútvegsfyrirtækja skýrist ekki mjög fljótlega, verður án efa erfitt fyrir flest

Fréttir

Staðan erfið fyrir sveitarfélögin og íbúana

Ólafsfjörður
Ólafsfjörður
„Ef framtíð sjávarútvegsfyrirtækja skýrist ekki mjög fljótlega, verður án efa erfitt fyrir flest sveitarfélög að gera raunhæfa fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, það segir sig sjálft. 

Tekjur sveitarfélaga á landsbyggðinni vegna sjávarútvegs skipta gríðarlega miklu máli, þannig að sú óvissa sem nú ríkir er á margan hátt óþægileg fyrir sveitarfélögin og síðast en ekki síst íbúa þeirra“

Segir Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stjórnendur sveitarfélaganna undirbúa þessar vikurnar fjárhagsáætlun næsta árs, en forsenda þess að þau geti rækt lögbundnar skyldur sínar við íbúana er að stjórn á fjármálum sé markviss og stefnuföst.

„Okkur liggur því sannarlega á að vita hvaða stefnu stjórnvöld ætla að taka í þessari mikilvægu atvinnugrein. Afleidd störf vegna sjávarútvegs eru mikilvæg og skapa góðar tekjur. Ég nefni sem dæmi vélsmiðjur, smiði, rafvirkja og verslun.“

Halldór segir að tekjur sveitarfélaga hafi á flestum stöðum staðið í stað á þessu ári eða dregist saman. „Kvótinn er á landsbyggðinni að langstærstum hluta og því er sjávarútvegur burðarásinn á mörgum stöðum. Sjávarútvegsfyrirtæki eru almennt vel rekinn og við eigum ekki að rugga bátnum að óþörfu, erfiðleikarnir eru nægir fyrir.“



Siglufjörður

Texti: Aðsendur

Myndir: GJS


Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst