Kveðja frá Grímsvatnagosinu

Kveðja frá Grímsvatnagosinu Meðan hvít snjókoman beit í kinnar Norðlendinga sá vart út úr augum í kolmórauðri öskuhríðinni fyrir sunnan. En í

Fréttir

Kveðja frá Grímsvatnagosinu

Aska á undirskál
Aska á undirskál

Meðan hvít snjókoman beit í kinnar Norðlendinga sá vart út úr augum í kolmórauðri öskuhríðinni fyrir sunnan. En í nótt var engu líkara en norðanáttin hafi borið okkur Siglfirðingum gosefni frá Grímsvötnum utan af hafi.



Sáust þess merki á mánudagsmorgni þegar bílrúður voru skafnar og snjór bráðnaði á bílum að svolítið öskufall hafði orðið. Einnig mátti merkja það að snjórinn á jörðinni var ekki alveg eins hvítur og hreinn og vanalega. Meðfylgjandi mynd sýnir ösku úr snjókúlu sem bráðnaði á undirskál. Hin myndin er af bílbretti.



Bílbretti.



Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst