Kveðja frá Grímsvatnagosinu
sksiglo.is | Almennt | 23.05.2011 | 15:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 420 | Athugasemdir ( )
Meðan
hvít snjókoman beit í kinnar Norðlendinga sá vart út úr augum í
kolmórauðri öskuhríðinni fyrir sunnan. En í nótt var engu líkara en
norðanáttin hafi borið okkur Siglfirðingum gosefni frá Grímsvötnum utan
af hafi.
Sáust þess merki á mánudagsmorgni þegar bílrúður voru skafnar og snjór bráðnaði á bílum að svolítið öskufall hafði orðið. Einnig mátti merkja það að snjórinn á jörðinni var ekki alveg eins hvítur og hreinn og vanalega. Meðfylgjandi mynd sýnir ösku úr snjókúlu sem bráðnaði á undirskál. Hin myndin er af bílbretti.

Bílbretti.
Athugasemdir