Kvennahlaupið á Siglufirði

Kvennahlaupið á Siglufirði Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í dag á Siglufirði og tóku tæplega 70 konur þátt í því, er það nokkuð færra en undanfarin

Fréttir

Kvennahlaupið á Siglufirði

Konurnar að koma í mark
Konurnar að koma í mark

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í dag á Siglufirði og tóku tæplega 70 konur þátt í því, er það nokkuð færra en undanfarin ár.

Opinber dagur hlaupsins í ár er laugardagurinn 4. júní en þá er hlaupið á rúmlega 80 stöðum á landinu og 15 stöðum erlendis.

Þessi dagsetning hentaði ekki vel á Siglufirði þar sem ferming fer fram þann dag og því tóku framkvæmdaaðilar hlaupsins á Siglufirði, stjórn Umf Glóa, þá ákvörðun að færa það fram um tvo daga og hafa það á uppstigningardag.

Veður var með ágætum, hlýtt og kyrrt og svo að segja þurrt. Eftir upphitun var hlaupið frá Ráðhúsinu og suður í bæ. Var hægt að velja um að hlaupa hring um suðurbæinn sem var 2,5 km eða hesthúsahringinn svokallaða sem er um 4,5 km. Það voru sælar og glaðar konur sem komu til baka á torgið eftir hressilega göngu eða skokk og þar beið þeirra svalandi kristall og ávaxtahlaðborð.

Þess má geta að lokum, fyrir þær sem misstu af hlaupinu í dag, að á laugardaginn kl. 11.00 verða bolir til sölu við Ráðhúsið fyrir þær sem vilja hlaupa þá. Enn eru bolir til í flestum stærðum og er þátttökugjaldið 1.250 kr.

Texti ÞH. Ljósm. GJS.














Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst