Kvikmyndagerðamenn bjóða í bíó

Kvikmyndagerðamenn bjóða í bíó Komandi helgi munu kvikmyndagerðamenn í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands bjóða íbúum Fjallabyggðar í bíó í

Fréttir

Kvikmyndagerðamenn bjóða í bíó

Komandi helgi munu kvikmyndagerðamenn í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands bjóða íbúum Fjallabyggðar í bíó í Tjarnarborg.

Í tilefni af hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands bjóða íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og 18 sýningarstaði á landinu öllu, landsmönnum í bíó helgina 22. – 24. mars.
Í Fjallabyggð fara sýningarnar fram í Tjarnarborg föstudag-sunnudags og verða eftirfarandi myndir til sýnis en þess má geta að á laugardeginum verður Óskar Jónasson, leikstjóri myndarinnar Hetjur Valhallar., Thor., viðstaddur til að svara spurningum að lokinni sýningu.

• Föstudagskvöld kl. 20.30 Gauragangur
• Laugardagur kl. 15.00 Hetjur Valhallar., Thor., leikstjóri myndar verður viðstaddur
• Sunnudagur kl. 13.00 Kurteist fólk
• Sunnudagur kl. 15.30 Eldfjall
• Sunnudagur kl. 18.00 Rokland
• Sunnudagur kl., 21.00 Borgarríki

Frítt verður á sýningarnar en gos og nammi er selt á staðnum.

Sýningarstaðir voru valdir í samráði við menningarfulltrúa hvers landshluta og eftir aðstöðu til sýninga. Frekari upplýsingar og dagskrá Íslenskrar kvikmyndahelgi má nálgast á miðvikudaginn á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands: www.kvikmyndamidstod.is

Aðrir sýningarstaður eru:
Reykjavík (Bíó Paradís og Háskólabíó)
Akranes (Bíóhöllin)
Ólafsvík (Félagsheimilið Klif)
Hvammstangi (Selasetrið)
Sauðarkrókur (Króksbíó)
Blönduós (Félagsheimili Blönduós)
Ísafjörður (Ísafjarðabíó)
Patreksfjörður (Skjaldborgarbíó)
Ólafsfjörður (Menningarhúsið Tjarnarborg)
Akureyri (Borgarbíó)
Laugar (Laugabíó)
Raufarhöfn (Félagsheimilið Hnitbjört)
Vopnafjörður (Mikligarður)
Egilsstaðir (Sláturhúsið)
Seyðisfjörður (Seyðisfjarðarbíó)
Höfn í Hornafirði (Sindrabær)
Kirkjubæjarklaustur (Félagsheimilið Kirkjuhvoli)


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst