Kynning á deiliskipulagi fyrir Vesturtanga, Siglufirði
Innsent efni.
„Kynning á deiliskipulagi fyrir Vesturtanga, Siglufirði
Hér að neðan er nú til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir Vesturtanga í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður einnig til kynningar á tæknideild Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði mánudaginn 2. desember á skrifstofutíma. Allir sem vilja kynna sér tillöguna eru hvattir til að mæta.
Deiliskipulagstillagan verður tekin til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd þann 4. desember og í bæjarstjórn 11. desember 2013. Frekari upplýsingar eru veittar á tæknideild Fjallabyggðar, Ráðhúsinu Siglufirði, 3. hæð.
Uppdráttur 1:1000 og greinargerð (tengill)
Tæknideild Fjallabyggðar“
Athugasemdir