Lækningarvörur unnar úr rækjuskel
rúv.is | Almennt | 15.03.2011 | 15:20 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 432 | Athugasemdir ( )
Primex á Siglufirði framleiðir hjálparefnið kítósan í lyfja-og lækningavörur. Efnið er unnið ú skel frá tveimur rækjuverksmiðjum- á Siglufirði og Sauðárkróki.
Áhugi forráðamann Primex stendur til þess að auka framleiðsluna, en til þess þarf meiri skel. Hár flutningskostnaður vegna flutnings á skelinni til Siglufjarðar hefur til þessa komið í veg fyrir að Primex gæti fengið aukið hráefni til vinnslu.
Bandaríska fyrirtækið HemCon, sem er einnig einn af stærstu viðskiptavinum Primex, hefur þróað sáraplástur fyrir bandaríska herinn þar sem kítósanið frá Siglufirði gegnir lykilhlutverki.
Þessir plástrar þóttu sanna gildi sitt í Íraksstríðinu. Hér má horfa á umfjöllun Landans um Primex:http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4565166/2011/03/13/0/
Athugasemdir