Landað úr Mánabergi ÓF

Landað úr Mánabergi ÓF Ég kom við á bryggjunni fyrir stuttu síðan og fékk að kíkja um borð í frystitogarann Mánaberg ÓF Guðmundur Gauti hjá Fiskmarkað

Fréttir

Landað úr Mánabergi ÓF

Ég kom við á bryggjunni fyrir stuttu síðan og fékk að kíkja um borð í frystitogarann Mánaberg ÓF

Guðmundur Gauti hjá Fiskmarkað Siglufjarðar tók á móti mér í Fiskmarkaðshúsinu og sýndi mér hvað færi fram hjá þar  þegar uppskipun væri í gangi. Síðan leiddi hann mig um bryggjuna og skipið og með leyfi starfsmanna þar fengum við að taka nokkrar myndir til að sýna ykkur.
 
Guðmundur Gauti eða Gauti eins og hann er oftast kallaður trúði mér fyrir því svona undir fjögur augu að hann hefði alltaf dreymt um að verða skipstjóri á svona skipi. Það væri eitthvað svo karlmannlegt starf sagði hann og bað mig um að taka eina mynd af sér í skipstjórastólnum. Og svo bað hann mig um að hafa þá mynd við fréttina sem ég að sjálfsögðu fer eftir.
 
Að sjálfsögðu var mikið að gera um borð. Vélvirkjar að vinna niður í vélarrúmi skipsins og löndun í fullum gangi.
 
Eins og fyrr segir vorum við nú aðallega að skoða löndunina úr skipinu og það eru mörg handtökin sem því fylgir að landa úr svona skipi og ekki fyrir neina ræfla að hafa úthaldið í það að halda dampi.
 
 
 
mánabergHér er verið að raða á bretti.
 
mánabergTekið á móti afurðunum sem koma úr skipinu á bryggjunni.
 
mánabergKristín Gunnólfsdóttir er búin að vinna við löndun í 16 ár.
 
mánaberg"Hér líður mér eins og ég sé heima hjá mér" sagði Guðmundur Gauti um leið og hann kom um borð.
 
mánabergHeimir Birgisson var að vinna í vinnslulínunni um borð.
 
mánabergHér er verið að raða á bretti niður í lest.
 
mánabergOg svo lyftarinn á bryggjunni.
 

Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst