Landslið íslands í alpagreinum
sksiglo.is | Almennt | 07.11.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 471 | Athugasemdir ( )
Nú er lokið æfingu sem fram fór á
Mölltal jökli, Brynjar Jökull Guðmundsson , Katrín Kristjánsdóttir og
Sturla Snær Snorrason voru við æfingar í 14 daga einnig var
unglingalandsliðið á sama stað. Sigurgeir Halldórsson úrkarlalandsliði er við æfingar á Sölden jökli.
Af öðrum keppendum í landsliðum er það að frétta að þær María Guðmundsdóttir og Fanney Guðmundsdóttir eru við æfingar á Hintertux jökli . Erla Ásgeirsdóttir úr unglingalandsliði er á sama stað en Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið við æfingar á Stubai jökli.
Það er óhætt að segja að skíðafólkið okkar hefur verið mjög heppið með veður og aðstöðu á þeim stöðum sem þau hafa verið á. Sól og gott skíðafæri hefur verið á öllum jöklum.
Landsliðsfólkið okkar hefur nú verið á skíðum í yfir 40 daga frá því að æfingatímabilið hófst í Maí sem er nokkuð meira en á sama tíma í fyrra.
Stór hluti að keppendum fer nú að fara upp til Noregs og Svíþjóðar en þar byrja mótin seinni hluta nóvember.
Guðmundur Jakobsson
Texti og mynd: Íþróttir.is
Af öðrum keppendum í landsliðum er það að frétta að þær María Guðmundsdóttir og Fanney Guðmundsdóttir eru við æfingar á Hintertux jökli . Erla Ásgeirsdóttir úr unglingalandsliði er á sama stað en Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið við æfingar á Stubai jökli.
Það er óhætt að segja að skíðafólkið okkar hefur verið mjög heppið með veður og aðstöðu á þeim stöðum sem þau hafa verið á. Sól og gott skíðafæri hefur verið á öllum jöklum.
Landsliðsfólkið okkar hefur nú verið á skíðum í yfir 40 daga frá því að æfingatímabilið hófst í Maí sem er nokkuð meira en á sama tíma í fyrra.
Stór hluti að keppendum fer nú að fara upp til Noregs og Svíþjóðar en þar byrja mótin seinni hluta nóvember.
Guðmundur Jakobsson
Texti og mynd: Íþróttir.is
Athugasemdir