Fjallabyggð tekur 100 milljónir að láni
sksiglo.is | Almennt | 26.09.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 736 | Athugasemdir ( )
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 8 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að
fjárhæð 100.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Er lánið tekið til byggingaframkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar, í Ólafsfirði, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt samþykkti bæjarstjórn með 8 atkvæðum að veita bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni kt 130350-3999, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjallabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.



Texti: Aðsendur
Myndir: GJS
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Er lánið tekið til byggingaframkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar, í Ólafsfirði, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt samþykkti bæjarstjórn með 8 atkvæðum að veita bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni kt 130350-3999, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjallabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Texti: Aðsendur
Myndir: GJS
Athugasemdir