Lati-Brúnn fundinn
sksiglo.is | Almennt | 13.07.2011 | 18:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 452 | Athugasemdir ( )
Skrokkur
hákarlaskipsins Lata-Brúns er fundinn. Það var kafarinn Erlendur
Guðmundsson á Akureyri sem fann hann er hann kafaði í Siglufirði 1. júlí
síðastliðinn.
Leitin að þessu gamla skipi bar þá ekki árangur vegna slæms skyggnis af völdum þörungagróðurs. Lati-Brúnn var eitt af fyrstu þilskipum Siglfirðinga og byggður á Eyrinni 1857 af Jóhanni Kröyer í Höfn. Hann gekk til hákarlaveiða til 1910 en eftir það notaður til síldveiða í allmörg ár og síðast var hann notaður sem slógprammi í höfninni.
Hann sökk 1928 þar sem hann lá bundinn við Svíastaurana svokölluðu syðst á Pollinum.
Staðsetning á Lata-Brún kemur heim og saman við upplýsingar frá Jörgen Hólm og Birni Þórðarsyni frá árinu 1990 og teiknað var þá á kort Síldarminjasafsins yfir fornleifar á hafsbotni Siglufjarðar.
Texti: ÖK
Mynd: Kafarinn Erlendur
Athugasemdir