Leikskólabörn í heimsókn

Leikskólabörn í heimsókn Mikið er um að vera hjá leikskólabörnunum okkar í vikunni. Þau komu í heimsókn á slökkvistöðina á Siglufirði í morgun þar sem

Fréttir

Leikskólabörn í heimsókn

Slökkviliðsstjórinn og leikskólabörn
Slökkviliðsstjórinn og leikskólabörn

Mikið er um að vera hjá leikskólabörnunum okkar í vikunni. Þau komu í heimsókn á slökkvistöðina á Siglufirði í morgun þar sem Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri tók á móti þeim.

Þeim var sýnt hvernig kerti gæti kveikt í gardínum og m.fl. Síðan skoðuðu þau tækjabúnað slökkviliðsins Þetta voru elstu börnin sem eru að útskrifast og fengu þau skjal undirritað af slökkviliðsstjóra.

Útskriftaferð: Elsti árgangur leikskólans fer í sólahrings ferð að Sólgörðum í Fljótum föstudaginn 11. maí.

Sveitaferð: Fimmtudaginn 10. maí verður sveitaferð á vegum foreldrafélagsins. Farið verður á Sauðanes milli kl 15:00 - 17:00. Foreldrar sækja börn sín á leikskólann fyrir lokun og koma á einkabílum á Sauðanes að skoða dýrin. Boðið verður upp á svala fyrir börnin. Það er um að gera að sameinast í bíla ef fólk hefur tök á.


Börnin fá svala og vínber



Viðurkenningar veittar

Texti og myndir: GJS


 


Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst